Við endalokin

Hann var kominn yfir sjötugt, búsettur í fjarlægu landi. Eitt sinn hafði hann lært þetta framandi tungumál og talað það við konuna sína. Árin liðu. En hann var of erfiður, of þrjóskur. Hún fór og hann varð einn eftir, kominn á eftirlaun. Í framandi landinu. Lífið tók að fölna, þrótturinn að hverfa. Limirnir að dofna. Hann gleymdi þessu framandi tungumáli og varð eyland í landinu. Svo hitti hann annan landa sinn. Hann ljómaði upp. Hann gat talað. Hann gat sungið. Hann gat kveðið vísur. Hann sagði ævisöguna og var stoltur af sjómennskunni. 50 ár á sjó. Öll störf unnin. Allar hafnir sóttar. Þrótturinn sneri aftur. Hjartað hamaðist við. Ástin á fósturjörðinni. Það síðasta sem varðveitist fram að síðasta andardrættinum. Orðin sem búa í hjartanu. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Svala.

Þetta er vel skrifað og ber höfundi sínum fagurt vitni.

Gleðilega páska!

Húsari. (IP-tala skráð) 6.4.2023 kl. 16:08

2 Smámynd: Svala Ásdísardóttir

Þakka þér kærlega fyrir fallega kveðju. 
Gleðilega páska.

Svala Ásdísardóttir, 6.4.2023 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband